29.04.1978
Neðri deild: 88. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4223 í B-deild Alþingistíðinda. (3436)

282. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Ólafur G. Einarsson) :

Hæstv. forseti. Það eru óafgreidd enn þá till. sem hv. þm. Guðmundur H. Garðarsson flutti við 2, umr. málsins, brtt. við 16. gr. frv. Till. fjallar um það, að tiltekið tímamark er tekið út. Ég skal lesa málsl. eins og hann verður:

„Stærðarmörk þau, sem gilda fyrir hjón, gilda einnig um sölu eftirlifandi maka á íbúðarhúsnæði sem var í eigu hjónanna.“

Till. er þess efnis, að niður falli: „enda fari salan fram innan þriggja ára frá andláti þess skammlífara.“

Fjh.- og viðskn. hefur rætt þessa till. og mælir einróma með því, að till. verði samþykkt.