29.04.1978
Efri deild: 92. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4244 í B-deild Alþingistíðinda. (3449)

242. mál, lyfjalög

Frsm. (Oddur Ólafsson):

Herra forseti. Varðandi brtt. hv. þm. Helga Seljans er það rétt, að við ræddum nokkuð um þetta og að sjálfsögðu viljum við allir hafa hæfilegt verð á lyfjum. Hins vegar var það svo, að okkur fannst orðið „hóflegt“ vera svo ákaflega hóflegt að ekki bæri að hrófla við því.

Í öðru lagi er það svo, að varðandi 41. gr. skilst mér á hæstv. ráðh. að enda þótt þetta sé tölusett á þennan þátt, að nr. 1 komi: fé til stofnunar, kaupa eða endurnýjunar lyfjabúða, nr. 2: áhöld nýrra lyfjabúða, nr. 3: bráðabirgðarekstur lyfjabúða o. s. frv., þá sé alls ekki þarna um að ræða að þessir fyrstu liðir: 1, 2 og 3, skuli endilega hafa forgang fram yfir 4 og 5, það sé hreint ekki ætlunin.

Ég veit líka að það er beinlínis ætlun ráðh. að stuðla með öllu móti að innlendri lyfjaframleiðslu. Það er að vísu svolítið flókið mál og þarf mikillar athugunar við, en það er nú þegar allmikið af lyfjum framleitt í landinn og ætlunin, eins og ég segi, að auka það svo sem unnt er. Að vissu leyti komum við til móts við þetta sjónarmið, þar sem bætt verði inn í þau atriði sem lyfjanefnd á að ákveða um þegar hún lætur skrá lyf, þannig að ég held að hv. flm, geti verið rólegur fyrir því, að það verði tekið tillít til hans sjónarmiða, enda þótt við samþykkjum ekki þessa till. og tökum hana ekki fram yfir okkar tillögu.