29.04.1978
Efri deild: 92. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4247 í B-deild Alþingistíðinda. (3459)

303. mál, fuglaveiðar og fuglafriðun

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Þetta frv. til l. um fuglaveiðar og fuglafriðun er að sjálfsögðu eingöngu lagt hér fram til kynningar á þessum síðustu dögum þinghalds að þessu sinni. Þetta frv. er samið af n. sem til þess var sett, en í henni áttu sæti Ásgeir Bjarnason forseti Sþ., dr. Arnþór Garðarsson prófessor og Runólfur Þórarinsson stjórnarráðsfulltrúi. Ég vil aðeins minna á það, að margar samþykktir og ályktanir hafa borist til rn. um nauðsyn þess að taka þessi lög til endurskoðunar og m. a. það varð tilefni til að þessi endurskoðun fór fram. N. hélt nokkuð marga fundi og vann að þessu máli og hafði samband við marga aðila og leitaði tillagna og hugmynda frá þeim, áður en hún lauk störfum.

Ég vil ekki tefja hv. þd. með langri framsögu um þetta mál. Í aths. með frv. er nánast sagt flest eða allt það sem ég vildi um það segja á þessu stigi, og vil ég leyfa mér að vísa til þeirra.

Ég legg svo til, herra forseti, að málinu verði að lokinni umr. vísað til menntmn.