29.04.1978
Efri deild: 93. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4290 í B-deild Alþingistíðinda. (3506)

242. mál, lyfjalög

Frsm. (Oddur Ólafsson) :

Herra forseti. Varðandi efni þessarar brtt. hv. 7. landsk., Helga. F. Seljans, þá hef ég rætt við ráðuneytisstjóra heilbrmrn., og sagði hann mér að þeir hefðu athugað gaumgæfilega þessa liði sem hér er um að ræða og að vel athuguðu máli fyndist þeim að hendur þeirra væru of bundnar við þá ákvörðun að ráðstafa a. m. k. 50% af fjármagni sjóðsins til þeirra liða sem um getur í brtt., þeim væri óhagstætt að binda það í lögum. Hins vegar er það svo, að þeir liðir, sem brtt. fer fram á að verði nr. 1 og 2 og eru nú nr. 4 og 5, virðast hafa notið forgangs undanfarin ár, þ.e. fjármögnun á þeim svæðum þar sem verið er að byggja upp heilsugæslustöðvar, og er því ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að einmitt verulegum hluta af þessu fjármagni verði ráðstafað á þessu svæði. Efins vegar vil ég endurtaka það, að ráðuneytisstjóri og ráðh. vilja ógjarnan láta binda þetta svo fast, og því verð ég að leggja til að brtt. verði felld.