02.05.1978
Efri deild: 95. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4335 í B-deild Alþingistíðinda. (3585)

272. mál, Stofnlánadeild landbúnaðarins

Landbrh, (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Út af fsp. hv. 7 landsk. þm. vil ég taka það fram, að þegar lánsfjáráætlun var afgreidd hjá ríkisstj. í vetur lét ég bóka, að ef það væri rétt að afgreiðslan viðvíkjandi Stofnlánadeild væri á misskilningi byggð, eins og þá hafði komið fram, þá áskildi ég mér rétt til þess að athuga það mál betur þegar til framkvæmda kæmi. Hins vegar hefur ekki enn þá verið leyst úr því, enda ekki tími verið hagstæður til þess að athuga slík mál nú á síðustu vikum, en það verður gert þó að í þessu felist ekki loforð um að fjármunirnir verði fundnir, því að það loforð verður ekki gefið nema þeir séu til reiðu. Það er ástæðulaust að lofa fjármunum nema maður hafi þá í hendi.