03.05.1978
Neðri deild: 96. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4439 í B-deild Alþingistíðinda. (3787)

210. mál, eftirlit með skipum

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þetta frv. er fylgifiskur lögréttufrv. Þar er gert ráð fyrir því, að sjó- og verslunardómur sé lagður niður, en þau mál, sem hann hefur farið með, flytjist til sakadóms. Ég vísa til frv. og skýringa með því og leyfi mér að óska eftir því, að því verði vísað til 2. umr. og hv. allshn. Endurtek ég að örlög þessa frv. fara algjörlega eftir því, hvort lögréttufrv. verður afgreitt eða ekki.