05.05.1978
Sameinað þing: 74. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4453 í B-deild Alþingistíðinda. (3814)

165. mál, karfamið

Frsm. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Atvmn. hefur haft til athugunar till, til þál. á þskj. 329 um leit að nýjum karfamiðum. N. leggur til að till, verði samþykkt, en það er skoðun n., að framkvæmd hennar hljóti að frestast a. m. k. til nýs fjárhagsárs. Við gerum okkur ljóst að fjárreiður Hafrannsóknastofnunar og sjútvrn. eru ekki með þeim hætti, að þeim sé ætlandi að hefja svo kostnaðarsöm umsvif í fiskileit, og fyrir því er það, að rætt var sérstaklega, að enda þótt hér sé mælt formálalaust með samþykkt þessarar till., þá er það vitað að hún kemur ekki til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi á nýju fjárhagsári.