05.05.1978
Sameinað þing: 74. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4454 í B-deild Alþingistíðinda. (3816)

171. mál, íslenskukennsla í fjölmiðlum

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Allshn. hefur haft til athugunar till, til þál, á þskj. 336. N. hefur fengið allmargar umsagnir um till. Nm, voru sammála um mikilvægi þess að halda uppi móðurmálsfræðslu í Ríkisútvarpinu, en efasemdir voru um það, að nauðsynlegt væri að sú fræðsla væri undir þeirri stjórn sem till, gerir ráð fyrir. Þess vegna varð samkomulag um það í allshn. að leggja til að till. verði breytt og hún verði orðuð eins og fram kemur á þskj. 836:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj, að sjá svo um, að kennsla og fræðsla í Ríkisútvarpinu í öllum greinum móðurmálsins verði efld.“

Fyrirsögn orðist svo:

„Tillaga til þingsályktunar um íslenskukennslu í Ríkisútvarpinu.“