05.05.1978
Sameinað þing: 74. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4455 í B-deild Alþingistíðinda. (3819)

201. mál, framhald Inndjúpsáætlunar

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Herra forseti. Ég þakka hv. atvmn. fyrir afgreiðslu hennar á þessu máli. Mér urðu það að vísu nokkur vonbrigði, að síðari mgr. tillgr. skyldi felld út, þar sem farið var fram á að lánafyrirgreiðsla til byggingarframkvæmda á áætlunarsvæðinu skyldi framlengjast til næstu þriggja ára. Hins vegar er orðalag breytingarinnar, sem n. hefur lagt til, með þeim hætti og einnig kom það fram í framsögu hjá frsm. n., að ég hef ástæðu til að ætla að þessari lánafyrirgreiðslu til byggingarframkvæmdanna verði haldið áfram samkv. þeirri endurskoðuðu og endurnýjuðu áætlun sem um er talað í nál.

Ég tek undir þau orð sem hv. 2. þm. Vestf., Steingrímur Hermannsson, lét falla í þessu máli og þarf ekki að endurtaka þau hér, en treysti því, að þessi endurskoðun og framlenging; sem gefin er í skyn í nál., komi til framkvæmda fyrir atbeina Byggðasjóðs og helst einnig að Stofnlánadeildin haldi áfram sínum 10% aukalánum sem bændur hafa notið á áætlunartímanum.