05.05.1978
Sameinað þing: 74. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4455 í B-deild Alþingistíðinda. (3820)

201. mál, framhald Inndjúpsáætlunar

Frsm. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Aðeins vegna umræddra byggingarframkvæmda samkv. Inndjúpsáætlun vil ég geta þess, að það er mín persónulega skoðun, að sérstaklega þurfi að hugsa um íbúðabyggingar á svæðinu sem ekki hafa notið sérstakrar fyrirgreiðslu í Byggðasjóði. Þess eru dæmi við aðrar landbúnaðaráætlanir, að slíkar framkvæmdir í áætlunum hafa notið þess háttar fyrirgreiðslu. Ég tel að íbúðabyggingar á þessu svæði þurfi sérstaklega að taka til athugunar. Ég vil geta þess hér, að nokkur íbúðarnús hafa verið lagfærð innan þessarar áætlunar, en ekki hefur tekist að fá til þeirra sérstaka fyrirgreiðslu. Það þarf að athuga að mínu mati sérstaklega.