05.05.1978
Neðri deild: 100. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4512 í B-deild Alþingistíðinda. (3904)

181. mál, bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka

Frsm. minni hl. (Sighvatur Björgvinsson):

Herra forseti. Ég vek athygli á því, að við atkvgr. að lokinni 2. umr. var samþykkt brtt. frá okkur hv. þm. Guðmundi H. Garðarssyni og frekar þrjár en ein og málið síðan samþ. mótatkvæðalaust og afgreitt til 3. umr. Ég hef þegar flutt frávísunartillögu við frv. í heild. Ég tel að breytingarnar, sem gerðar voru við 2. umr., hafi verið mjög til bóta, en samt sem áður sé rétt að vanda frv. þetta enn meir, m. a. í þá veru sem ég hef bent á.

Ég er sammála því, að nauðsynlegt sé að setja lög um þær hugmyndir sem í þessu frv. felast, og styð það út af fyrir sig, en tel að eins og gengið er frá frv. verði það illframkvæmanlegt og meiningarlítið. Ég held mig sem sé við þá frávísunartillögu sem ég flutti, jafnframt því sem ég bendi á það, að við 2. umr. málsins, atkvgr. sem þá fór fram, voru brtt. okkar Guðmundar H. Garðarssonar samþykktar mótatkvæðalaust og frv. samþ. mótatkvæðalaust, svo breytt.