17.11.1977
Sameinað þing: 19. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í B-deild Alþingistíðinda. (503)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 6. nóv. 1917.

Tómas Árnason, 4. þm. Austurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi, Þorleifur Kjartan Kristmundsson sóknarprestur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Magnús T. Ólafsson, forseti Nd.

Ég leyfi mér að bjóða Þorleif Kristmundsson velkominn til starfa á Alþingi.