22.11.1977
Sameinað þing: 21. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í B-deild Alþingistíðinda. (536)

314. mál, laun forstjóra ríkisfyrirtækja

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Herra forseti. Það er nú fátt og lítið sem maður kemur fyrir á tveimur mínútum. Ég vil í því örstutta máli, sem ég hef hér möguleika á, lýsa vissum stuðningi mínum við þessar fyrirspurnir. Það er gott að fá upplýsingar um þessi mál.

Mér fannst eins og fyrirspyrjanda og fleirum verra að fá ekki upp gefið kaup forstjóra Íslenska járnblendifélagsins, það hafa ýmsar upphæðir heyrst nefndar, 700 þús. kr. eða þaðan af meira. Það er ekki um það að ræða hér, hvort íslenska ríkið, sem er eignaraðili að félaginu, í þessu tilfelli í samvinnu við Norðmenn, hefur efni á að borga einum manni þetta há laun, heldur er það miklu frekar vitundin um að þessir örfáu toppar, launatoppar í þjóðfélaginu, verka út í launakerfið. Það þarf enginn að ímynda sér að jafnvel verkamaðurinn á eyrinni leggi ekki eyrun við þegar hann heyrir um laun þeirra sem ég kalla toppmenn. Ég er ekki að gefa í skyn að við eigum að jafna launin fullkomlega, en ég vil fyrst og fremst að laun séu borguð eftir gildi starfsins og menn beri úr býtum fyrir vinnu sína fyrst og fremst í samræmi við dugnað sinn, samvískusemi og atorku. En þetta hefur nokkuð skekkst í okkar launakerfi, og ég hygg að það sé út í hött þegar við erum minnt á að launamismunur í öðrum löndum sé margfalt meiri en hér. Ég hygg líka að nú á þessum hættulegu verðbólgutímum væri ein leið okkar til þess að ná jafnvægi og ná friði um laun á vinnumarkaðinum að setja bann við hækkun á ákveðin laun þegar þau hafa náð ákveðnu hámarki. Þess vegna lýsti ég á sinum tíma samúð minni með till. hv, þm. Stefáns Jónssonar, þó að mér fyndist hún e.t.v. ekki mótuð á réttan hátt. En eitthvað í þessa átt ættum við að gera, og við hljótum að taka til athugunar hvort einmitt þetta gæti ekki hjálpað okkur út úr þeim ógöngum sem við erum stödd í nú í launamálum.

Mér er líka ráðgáta hvers vegna sú skipan þarf að viðgangast að bankaráð, lögum samkv., ákveði laun bankastjóra. Og ég hef ekki enn komið auga á hvers vegna bankastjórar þurfa að vera sambærilegir ráðh. að þessu leyti og hafa sína einkabíla og hlunnindi sem æðstu mönnum þjóðarinnar einum eru látin í té.

Að því er ráðherrabílana varðar er ég ekkert að finna að því, þessir menn þurfa á bílum að halda. Ég hefði talið samt sem áður að miklu eðlilegra væri að ráðh. væri betur borgað, en bílana borguðu þeir sjálfir eins og annað fólk.

Yfirleitt er einn mesti ágallinn á okkar launakerfi í dag, bæði í lægstu launastigunum og þeim efstu, að það er orðinn slíkur myrkviður að hinir svokölluðu kauntaxtar eru markleysa. Það er smurt á þá úr öllum áttum og eftir óskiljanlegum leiðum alls konar aukagreiðslum sem fela hið raunverulega kaup sem greitt er.

Svo að ég víki aftur að þessu með samanburð við aðrar þjóðir, þá er það rétt, ég veit að launamismunur er hér margfalt minni en annars staðar. En hér sem annars staðar ættum við að fara með varfærni í að bera okkur saman við aðrar bjóðir, milljónaþjóðir með slík risafyrirtæki sem aldrei munu verða til hér á landi. Fjárhagsgeta og fjárhagsaðstaða í þessum löndum er gerólík hví sem gerist hjá okkur.

Ég vildi aðeins láta þetta koma fram hér. Ég held að launamismunurinn, þó að hann sé minni þér en annars staðar, sé orðinn of mikill hér hjá okkur og það mundi gera okkur ómetanlega mikið gott ef við gætum komið inn skilningi hjá heim mönnum. sem taka efstu launin, að Þeir kæmust ákaflega vel af þó að eitthvað væri minnkað bilið á milli þeirra og hinna lægst launuðu í okkar þjóðfélagi.