18.10.1977
Sameinað þing: 4. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í B-deild Alþingistíðinda. (55)

19. mál, sundlaug við Endurhæfingadeild Borgarspítalans

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason) :

Herra forseti. Í sambandi við framlög til sjúkrahúsa og læknisbústaða, þá hækka framlög til byggingar sjúkralúsa, heilsugæslustöðva og læknabústaða um 311.7 millj. á yfirstandandi fjárl. eða um 35.7%. Þegar við ræddum um framlög til þessa liðar, fjmrh. og ég, við undirbúning fjárlagafrv., þá benti ég á þær framkvæmdir sem þegar væru fyrirhugaðar, bæði hér á Reykjavíkursvæðinu á vegum Reykjavíkurborgar og sömuleiðis annars staðar á landinu, og ég taldi rétt að framlag til Grensásdeildarinnar hvað þetta snertir væri á sérstökum fjárlagalið. Fjmrh. taldi réttara að það væri innan þessa heildarliðar og það yrði afgr. af fjvn. Ég varð fyrir mitt leyti að fallast á það, vegna þess að hér er um að ræða framlög á móti eignaraðila öðrum en ríkinu, og há verður auðvitað að liggja fyrir heildaráætlun um það, hvað þessi framkvæmd er áætluð, og jafnframt um það, hvað borgin treysti sér að leggja fram. En þessu hefur Reykjavíkurborg ekki gengið frá vegna þess að þar stendur undirbúningur fjárhagsáætlunar yfir alveg eins og hann stendur yfir hjá ríkissjóði. En fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa margsinnis rætt þetta mál og eiga eftir að taka ákvörðun, en endanleg ákvörðun er auðvitað í höndum fjvn. og Alþ. hvað þetta snertir.