23.11.1977
Efri deild: 17. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 803 í B-deild Alþingistíðinda. (560)

90. mál, iðjuþjálfun

Jón G. Sólnes:

Herra forseti. Ég vil aðeins ítreka það, að þau orð, sem ég viðhafði áðan í sambandi við þetta mál. mega á engan hátt skoðast á þann veg, að ég telji ekki sjálfsagt að stuðla að því, að fólk sem á því þarf að halda geti fengið nauðsynlega aðstoð og þjálfun. Það var aðeins þetta sem ég var að reyna að koma á framfæri, að mér er algjörlega óskiljanleg margt af þessu. að það þurfi að gera það að háskólafagi. Það var það sem ég var að benda á, að ég held að það sé stefnt allt of hátt í sambandi við menntun þessa fólks sem við erum öll sammála nm að geti komið að góðu garni. Ég hef áhyggjur af því, að ef gengið er mjög stranglega í þá átt að lögbinda störf eins og hér er um að ræða í þessu frv., þá missi þjóðfélagið af mjög mikilhæfum og góðum og reyndum starfskröftum. — starfskröftum sem kannske hafa ekki mikla menntun, en hafa með starfi sínu sýnt ágætan árangur, þannig að við gætum a.m.k. fyrstu árin verið í þeim sporum að við værum verr settir en áður. Það er þetta sem mér finnst að þurfi að athuga, og það er það sem ég var að benda á, að við skyldum fara að með gát, því að það er mikið af prýðilega hæfu, dugandi fólki, sem hefur sett sig inn í þessa grein, sem er prýðilega fært um að inna þessi störf af hendi. En í mörgum tilfellum hafa þessir aðilar á liðnum árum orðið að hætta starfsemi, sem þeir höfðu fullkomna kunnáttu á, vegna þess að búið var að samþ. lög á Alþ. sem innihéldu ákvæði um að til þess að fá að vinna þessi störf þyrftu menn að hafa einhverja sérstaka löggildingu eða menntun, sem þetta fólk því miður hafði ekki. Þar af leiðandi varð það að hætta störfum og þjóðfélagið var að mínu mati verr sett við að missa þá dýrmætu þjónustu sem þetta fólk vissulega innti af hendi oft og mörgum sinnum.