29.11.1977
Sameinað þing: 24. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 887 í B-deild Alþingistíðinda. (639)

88. mál, innheimta skemmtanaskatts

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Ég vil út af orðum hv. fyrirspyrjanda aðeins benda á það, að sé eitthvað ábótavant í sambandi við starfsmenn ríkisins á heilsugæslustöðvum ber auðvitað að gera umkvartanir um þau efni til landlæknis sem þá hefur samráð við rn. Ég skal heita því, að ef einhverjar slíkar umkvartanir koma, þá skulu þær verða kannaðar til hlítar og reynt að bæta úr því sem kann að fara úrskeiðis.

En út af ummælum hv. 3. þm. Reykv., hvað liði gerð áætlunarinnar, 10 ára áætlunarinnar um uppbyggingu heilbrigðismála, sem hafin var með ráðningu starfsmanns í rn. í ráðherratíð hans, þá lá ekkert eftir þennan hæstv, ráðh. í þessari áætlunargerð, þó hann hafi haft sérstakan starfsmann á þessu sviði. Það, sem gerðist eftir að lögin um heilbrigðisþjónustu voru afgreidd á árinu 1973, en þau taka ekki gildi fyrr en 1974, frá 1. janúar, er það, að þá eru ákveðnar framkvæmdir upp á ekki nokkur hundruð milljóna króna, heldur milljarða króna, þrátt fyrir þau ákvæði laganna að tiltekin héruð, sem væru verst á vegi stödd í þessum efnum, ættu að sitja fyrir. Þannig var umhorfs þegar ég kom þar að. Þetta var nú öll skipulagningin sem hv. fyrrv. heilbrrh, er að guma af í þessum efnum.

Það eru í fleiri lögum ákvæði um að það eigi að gera áætlun, og það hafa verið gerðar áætlanir um kostnað við byggingu heilsugæslustöðva, hverrar fyrir sig. En það datt engum manni í hug, hvorki mér, ráðuneytisstjóra né öðrum í heilbrrn., að byrja á því að gera áætlanir um uppbyggingu heilsugæslustöðva um landið eða stækkun sjúkrahúsa, fyrr en búið væri að ræða við viðkomandi forsvarsmenn í hinum ýmsu byggðarlögum um hvað ætti að byggja þar og hvernig ætti að byggja. Þetta hefur tekið langan tíma og er raunar ekki búið enn, þó að það sé komið langt á veg. Áætlun í þessum efnum, þó lögin geri ráð fyrir henni, hefði því verið algjörlega út í bláinn.

Öll þau ár, sem bæði hann, fyrrv. heilbrrh., fór með heilbrigðismál og þau ár, sem ég hef farið með þau, hafa ekki fengist þær fjárveitingar til þessara mála sem viðkomandi rn. hefur lagt til. Og það er ekkert einstakt með heilbrigðismál í þessu sambandi. Við vitum það, bæði hann og ég og aðrir hv. þm., að það eru skornar niður fjárveitingar í velflesta málaflokka í raun og veru alla málaflokka. Það er aldrei faríð að öllu leyti eftir till. rn, í þessum efnum. Og ég tel að með því að fara af stað með stórframkvæmdir og dýrar framkvæmdir hér á þéttbýlissvæðunum hafi verið komið í veg fyrir að það væri hægt að sinna því verkefni, sem lögin gerðu ráð fyrir, og á þann hátt hafi verið byrjað að brjóta lögin, og það er engum einum manni um að kenna. Það má kenna Alþ. um það á hverjum tíma eða meiri hl. Alþingis.

Meðan ég er ráðh. þessara mála þá ætla ég ekki að standa að því að byggja algjörlega út í loftið áætlun um uppbyggingu, þó það standi í löggjöf. Það er líka í skólalöggjöfinni og búið að vera öll þessi ár að gera eigi langtímaáættan. En við vitum hvernig slíkar áætlanir fara í okkar landi þar sem ekki ræðst betur við verðbólguna en hér hefur verið allt frá stríðslokum.

Ég tel að það fáa fólk, sem vinnur í heilbrrn., hafi unnið sérstaklega mikið, og gott starf öll þessi ár. Það er nú komið að lokum þess að vita, hvað er verið og hvar á að byggja upp. Ég vil líka benda á það, að lög um heilbrigðisþjónustu hafa, samkvæmt ákvörðun Alþ., ekki enn þá tekið gildi, ekki að öllu leyti. En væntanlega kemur fram hér frv. í næsta mánuði um breytingu laga um heilbrigðisþjónustu, þar sem lagt er til að allir kaflar laganna, sem tóku gildi 1974, komi til framkvæmda í fyrsta skipti.