07.12.1977
Efri deild: 23. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 985 í B-deild Alþingistíðinda. (729)

113. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Báðir þeir hv. þm., sem hér hafa talað, hafa lagt til að þessu frv. verði vísað til fjh: og viðskn., en ekki til iðnn, Ég tel þetta á algerum misskilningi byggt. Á undanförnum þingum, þegar frv. um verðjöfnunargjald af raforku hefur verið til meðferðar í þingi, hefur því jafnan verið vísað til iðnn., en ekki fjh: og viðskn. Í annan stað var frv. um stofnun Orkubús Vestfjarða til meðferðar hjá iðnn. beggja d., svo að miðað við það, sem áður hefur gerst í þessu, og raunar eðli málsins er sú till. eðlileg að frv. gangi til iðnn.

Hv. 5. þm. Austurl. óskaði eftir því að fá ýmsar upplýsingar um undirbúning og fjárhagslega könnun í sambandi við þetta mál. þær verða að sjálfsögðu í té látnar. Sú n., sem fær málið til meðferðar, mun vitanlega fá allar þær upplýsingar sem hún óskar eftir í þessu efni. Þær ættu að liggja fyrir við 2. umr, málsins, svo að hv. 5. þm. Austurl. sem mun ekki eiga sæti í iðnn., geti haft aðgang að þeim þá, eða fyrr ef hann óskar. Það mun ekkert á því standa.

Varðandi gagnrýni hv. þm. á þessu máli, þá er hún auðvitað ekki ný, því að það kom fram við umr, um frv. um Orkubú Vestfjarða að hv. þm. er þar á öðru máli. En það, sem hv. þm, leggur áherslu á, er að orkuvinnsla sé ekki í höndum Orkubúsins eða landshlutafyrirtækja. Hv. þm. veit að sjálfsögðu að hér er um mjög mikilvægt atriði að ræða. Og hann er í þessu efni í andstöðu við yfirlýsta stefnu Sambands ísl. sveitarfélaga og hann er í andstöðu við stefnu Sambands ísl. rafveitna. Bæði þessi sambönd hafa lýst því yfir, og ég ætla að um það hafi ekki verið ágreiningur eða þess hefur ekki orðið vart í þeim samböndum, — bæði þessi sambönd hafa ályktað eftir ítarlegar umr. á þingum sinum, að stefnt skuli að því að stofna til landshlutasamtaka sem hafi ekki aðeins dreifingu raforkunnar með höndum, heldur einnig orkuvinnsluna. Hv, þm, er einnig að þessu leyti í andstöðu við mikinn meiri hl. Alþ., sem samþykkti lög um Orkubú Vestfjarða. Hann auðvitað heldur sinni skoðun í því efni og hefur vafalaust sín rök fyrir því, En svona liggja nú málin fyrir.

Hv. þm, las hér upp nokkra kafla úr umsögn Rafmagnsveitna ríkisins, sem samin var snemma árs 1976, að ég ætla. Ýmislegt það, sem þar er sagt, þarf að sjálfsögðu endurskoðunar við miðað við þá reynslu eða þá þróun sem síðan hefur orðið. Eitt af því, sem hv. þm. las upp og lagði nokkra áherslu á, að því er virtist, var að það væri mikið fjárhagsfen sem Vestfirðingar væru að hætta sér út í. Nú vil ég upplýsa hv. þm, um að það var ekki aðeins að þetta mál væri, áður en það var lagt fyrir Alþ. rætt mjög ítarlega á Vestfjörðum, og Fjórðungssamband Vestfirðinga og sveitarstjórnir á Vestfjörðum stóðu. að ég ætla, einróma með þessu máli. Síðan, við allan undirbúning málsins, hefur verið haft náið samband bæði við orkuveitur á Vestfjörðum, haldnir fundir með þeim til þess að ræða eignayfirtöku og allt fyrirkomulag í sambandi við Orkubúið. Það var haldinn sérstakur undirbúningsstofnfundur, fyrst hér í Reykjavík með fulltrúum sveitarfélaganna og orkuveitnanna að vestan til þess að ræða allar hliðar þessa máls, og síðan á sjálfum stofnfundinum, sem haldinn var 26. ágúst s.l. á Ísafirði, Ég held því að Vestfirðingar, sem mér virðist standa einhuga að baki þessa máls, og það er eftir þeirra óskum sem Orkubúið var stofnað, hafi nú gert sér grein fyrir því, hvað þeir voru að leggja út i. Hins vegar munu þeir vafalaust hlusta með athygli á þær aðvaranir og ráðleggingar sem hv. 5. þm. Austurl. gefur þeim í hefði verið mörkuð t.d. innan eins árs. Og ég þessu efni. Ég er hins vegar ekki viss um að Vestfirðingar séu honum sammála.

Hv. 1, landsk. þm. sagðist taka í einu og öllu undir orð hv. 5. þm. Austurl. Það virðist svo sem hann sé einnig á því máli hv. þm., að varðandi skipulagsmál orkumála skuli gengið gegn tillögum Sambands ísl. sveitarfélaga og Sambands ísl. rafveitna. Ég held að hér sé um ákaflega mikilvægt mál að ræða, hvort það er skoðun þessara tveggja hv. þm., að stefna skuli að aukinni miðstýringu og miðstjórnarvaldi í þessum efnum, í stað þess sem a.m.k. sumir flokksbræðra þeirra hafa stundum látið í veðri vaka, að þeir vildu auka vald og verkefni sveitarfélaganna. Þessar yfirlýsingar þeirra ganga þvert á móti þeirri stefnu.

Ég skal taka það fram, að eins og kunnugt er, þá er sérstök skipulagsnefnd orkumála að verki nú og hefur unnið mikið starf og miklar athuganir farið þar fram og umr. Vonir standa til að hún geti skilað till, sínum nú á þessum vetri. Það er auðvitað mikið vandamál, hvernig á að koma þessum málum fyrir, og ég vil taka það strax fram á þessu stigi, að það er ekki vist að sama fyrirkomulag þurfi að gilda í öllum landshlutum í þessu efni. Það fer auðvitað mjög eftir því, hverjar óskir heimamanna eru í því efni. Ef rétt er hjá hv. 5. þm. Austurl., að heimamenn óski ekki ettir að hafa umráð eða forræði í þessum málum, heldur afhenda það miðstjórnarvaldi ríkisins, þá má vera að í þeim landshluta eigi ekki sama fyrirkomulag við og á Vestfjörðum, þar sem menn hafa eindregið óskað eftir að fá aukin umráð. Ég held að Vestfirðingar hafi fagnað því, þegar Orkubú Vestfjarða var stofnað, að þar með fengju þeir heimastjórn orkumála, ákveðna með lögum um stofnun Orkubúsins.