12.12.1977
Neðri deild: 27. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1070 í B-deild Alþingistíðinda. (770)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 9. des. 1977. Þar sem ég vegna annarra starfa mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér, skv. 138. gr. Laga um kosningar til Alþingis, að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Vesturlandskjördæmi, Skúli Alexandersson útvegsmaður taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Jónas Árnason,

5. þm. Vesturl.“

Ég býð Skúla Alexandersson velkominn til starfa hér í deildinni.