14.12.1977
Neðri deild: 28. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1247 í B-deild Alþingistíðinda. (851)

24. mál, eftirlaun aldraðra félaga í stéttarfélögum

Jón Skaftason:

Herra forseti. Það gildir hið sama um þetta frv., að það er flutt til staðfestingar á brbl. sem sett voru í sumar í tilefni þeirra launasamninga sem þá voru til meðferðar. Ríkisstj. gaf þá fyrirheit, til þess að greiða fyrir lausn í þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru 22. júní 1977, þar sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu með sér samkomulag nm málefni lífeyrissjóða á samningssviði þeirra, þess efnis að lífeyrir þeirra sem rétt eiga til slíks samkvæmt lögum nr. 63 frá 1971, verði árin 1977–1979 verðtryggður með greiðslu sérstakrar uppbótar á lífeyri og verði útgjöld vegna uppbótagreiðslna þessara borin af þeim lífeyrissjóðum sem í hlut eiga. Þetta er efni brbl.

Heilbr.- og trn. þessarar d. mælir einróma með samþykkt frv.