14.12.1977
Neðri deild: 28. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1247 í B-deild Alþingistíðinda. (853)

25. mál, almannatryggingar

Jón Skaftason:

Herra forseti. Það er sama fororð um aðdragandann að þessu frv. og þeim tveimur sem ég var að mæla fyrir áðan.

Ríkisstj. lofaði á s.l. sumri og setti um það brbl., að til þess að greiða fyrir lausn í kjaradeilunni, sem þá var uppi, yrðu sett lög þess efnis, að tekin yrði upp sérstök heimilisuppbót á lífeyri allra einhleypra tekjutryggingarþega sem búa einir á eigin vegum.