14.12.1977
Neðri deild: 29. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (873)

129. mál, fjáröflun til vegagerðar

Karvel Pálmason:

Hæstv. forseti. Það er aðeins fsp. Vissulega ætti hún kannske fremur að beinast til hæstv. samgrh., en þar sem hann er nú ekki viðstaddur og ég þykist vita að hæstv. fjmrh. sé kunnugt um þetta mál. langar mig til að spyrja aðeins í framhaldi af þessu, af því að það tengist nokkuð því sem hér er verið að ræða um. Í fjárlagafrv., einmitt á bls. 210, segir:

„Endurskoðuð vegáætlun 1978 verður lögð fyrir haustþingið, og gætu þá komið til einhverjar hreytingar innbyrðis.“

Hér er því slegið föstu, að endurskoðuð vegáætlun fyrir árið 1978 verði afgr. áður en jólaleyfi alþm. hefst, og þar sem mér sýnist allt benda til þess, að á engan hátt verði staðið við þessi fyrirheit sem ég tel vera, — því er slegið föstu að þetta verði gert, — þá langar mig til að spyrja hæstv. fjmrh.: Getur hann upplýst það hér, hvort reikna megi með því, að þessi fullyrðing í fjárlagafrv. fái staðist þannig að endurskoðuð vegáætlun fyrir 1978 verði afgr. áður en Alþ. fer í jólaleyfi?