15.12.1977
Neðri deild: 31. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1324 í B-deild Alþingistíðinda. (928)

47. mál, almannatryggingar

Flm. (Sighvatur Björgvinsson):

Virðulegi forseti. Ekki átti ég von á því, að þetta mál kæmi til umr. nú á þessum fundi með svo skyndilegum hætti. En ég er að sjálfsögðu reiðubúinn til að mæla fyrir því, því það er nokkuð langt síðan ég lagði það fram.

Frv. þetta er þskj. 48 og málið sjálft er raunar ekki mjög stórt í sniðum, þó að það sé mikilvægt fyrir þá sem það kemur við. En efni frv. er það, að sú breyting verði gerð á lögum um almannatryggingar, að aftan við staflið í 43. gr. þeirra laga bætist nýr stafliður er orðist svo:

„Óhjákvæmilegan ferðakostnað samlaganna til sjúkrahúss eða sambærilegrar stofnunar vegna fyrirmæli læknis um eftirmeðferð, reglubundið eftirlit eða rannsóknir, sjúkra- eða orkuþjálfun ef um lengri vegalengd á landi er að ræða en 50 km eða ef nota þarf skip eða flugvél til flutninganna. Ferðakostnað þennan skal greiða að hálfu fyrir eina ferð á ári, en að 3/4 fyrir hverja ferð umfram eina.“

2. gr. frv. er um gildistöku, að þessi lagabreyting taki þegar gildi verði hún samþ.

Það, sem hér um ræðir, er að 43. gr. laganna fjallar um það, að auk þeirra réttinda, sem um ræðir í 42. gr. um almennar sjúkratryggingar eiga sjúkrasamlögin að veita ákveðna hjálp svo sem nánar er greint í 43. gr. Þar er fyrst talað um vitjanir læknis til sjúklinga sem ekki verða fluttir, að sjúkrasamlög taki þátt í slíkum kostnaði, enn fremur óhjákvæmilegum ferðakostnaði samlagslæknis í slíku skyni, óhjákvæmilegum flutningskostnaði sjúks samlagsmanns í sjúkrahús innanlands o.s.frv. 43. gr. er sem sé upptalning á þáttum utan við hina almennu sjúkratryggingarþátttöku í kostnaði við læknishjálp, nm það sem sjúkrasamlögin veita þar fyrir utan.

Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu erfitt fólk viða úti á landi á með að leita sé lækninga. Einkum og sér í lagi á þetta við um hvers konar sérfræðiþjónustu í heilbrigðismálum. Oftast er slíka læknishjálp ekki að fá nema í Reykjavík, og verða því íbúar landsbyggðarinnar að leggja fram talsvert háar fjárupphæðir, bæði í ferðakostnað og í dvalarkostnað, til að ná fundi slíkra lækna. Segja má að fólki, sem yfirleitt býr við góða heilsu og þarf því aðeins sjaldan á slíkri sérfræðiþjónustu að halda, sé ekki íþyngt um of fjárhagslega þó það þurfi að kosta nokkru til til þess að leita læknishjálpar hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Öðru máli gegnir hins vegar um þá sjúklinga úti á landsbyggðinni sem reglulega þurfa að leita sér sérfræðilegrar meðferðar hér í Reykjavík. Útgjöldin vegna ferða til og frá heimilum í því skyni eru oft mjög mikil, dvalarkostnaður bætist stundum þar á ofan og svo oft á tíðum talsvert mikið tekjutap til viðbótar vegna þess tíma sem sjúklingur missir frá störfum. Sjúklingar þeir sem hér um ræðir, sem þurfa á reglulegu eftirliti sérfræðinga að halda, eru þar að auki oft lágtekjufólk þannig að slík útgjöld geta ráðið algjörum úrslitum um afkomu þeirra. Einmitt vegna þess, hversu kostnaðarsamt er fyrir þá sem eiga heima úti á landsbyggðinni, en þurfa reglulega að leita sérfræðilegrar meðhöndlunar fjarri heimabyggð, er þetta fólk oft neytt til að flytja búferlum hingað suður, hverfa frá umhverfi, sem það þekkir og metur, og frá störfum, sem það kann og unir við, til aðstæðna, sem eru því framandi, og atvinnu, sem ekki hæfir. Slík niðurstaða er oft háðum í óhag, einstaklingnum, sem í hlut á og samfélaginu í heild.

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að margt af því fólki, sem þarf á reglulegri sérfræðimeðhöndlun að halda, getur unnið ýmsa létta vinnu sem t.d. er fáanleg viða úti á landsbyggðinni, þar sem t.d. er stutt frá vinnustað í heimili. Þetta fólk vinnur oft ekki nema hluta úr degi og er alið upp við þær kringumstæðar og aðstæður sem ríkjandi eru í heimabyggð þess. Það er oft mikið á tak fyrir þetta fólk, — átak sem það kemst illa frá, þegar það þarf að rífa sig upp frá slíku umhverfi og flytjast hingað suður til Reykjavíkur, ekki vegna þess að það þurfi á stöðugri læknishjálp að halda, heldur vegna hins, að það þarf að koma reglulega, t.d. einu sinni á ári, til meðferðar hjá sérfræðingum hér í Reykjavík og kostnaðurinn við að fara til og frá heimilum þess er því ofviða.

Takmarkið með flutningi þessa frv. er að bæta hér nokkuð úr. Eins og fram er tekið í 43. gr. laga um almannatryggingar og ég vék að áðan, greiða sjúkratryggingar samkvæmt ákveðnum reglum t.d. ferðakostnað læknis til sjúklinga sem ekki eru ferðafærir svo og flutningskostnað sjúks samlagsmanns í sjúkrahús innanlands að 3/4 hlutum ef sjúklingurinn verður ekki fluttur með venjulegum hætti, þ.e.a.s. ef um er að ræða sjúkraflutning. Með þessu móti er komið til móts við annars vegar sjúklinga, sem eru svo veikir að þeir verða ekki fluttir og sækja þarf lækni til, og hins vegar sjúklinga, sem t.d. þarf að flytja milli landshluta til sérfræðimeðhöndlunar og eru svo veikir að þá verður að flytja með sérstökum sjúkraflutningum. Hins vegar þurfa þessir sjúklingar og ýmsir aðrir stundum að koma aftur eftir að aðgerð eða önnur meðhöndlun hefur farið fram og þeir náð heilsu, t.d. til eftirmeðferðar, rannsóknar eða þjálfunar. Sumir þeirra þurfa að koma reglulega jafnvel um margra ára skeið, og kostnaður slíkra sjúklinga vegna heilsubrestsins geturaðsjálfsögðu orðið margfaldur á við þann kostnað sem t.d. hlýst af því að flytja þurfi lækni til vitjunar í eitt skipti eða sjúkling milli landshluta með sjúkraflugvél í eitt skipti. Samt sem áður tekur sjúkrasamlagið aðeins þátt í greiðslu ferðakostnaðar hinna síðarnefndu, þótt þörf þeirra fyrrnefndu, þeirra sem reglulega verða .að fara á milli landshluta vegna rannsóknar eða eftirmeðferðar hjá sérfræðingi, og kostnaður þeirra sé e.t.v. margfalt meiri en hinna. Slíkur mismunur er óréttlátur, og í frv. þessu er lagt til að úr honum verði bætt. Ég vil taka það sérstaklega fram, að jafnvel þó að frv. þetta yrði samþykkt, þá mundi það ekki hafa í för með sér mjög mikinn kostnað fyrir almannatryggingakerfið.

Eftir þeim upplýsingum, sem ég þef aflað mér, er ekki unnt að sjá t.d. á ríkisspítölum. hve margir þeirra, sem þar eru lagðir inn, þurfa að koma aftur siðar til athugunar eða eftirmeðferðar. Það eru engar tölulegar skýrslur til um það. En mér hefur verið tjáð, bæði af borgarlækni og forstöðumanni ríkisspítalanna, að það sé algild regla að sjúklingar. sem eiga heima utan Stór-Reykjavíkursvæðisins, séu ekki útskrifaðir af sjúkrahúsum borgarinnar fyrr en allri meðferð, þ.e.a.s. fyrstu meðhöndlun og eftirmeðferð, er lokið og það sé mjög sjaldgæft og hrein undantekning að sjúklingur utan að landi, sem tekinn hefur verið til meðferðar á spítölum hér í Reykjavík, sé beðinu að koma aftur til eftirmeðferðar, þjálfunar eða rannsóknar nokkru síðar. Yfirleitt sé reynt að ljúka öllu slíku áður en sjúklingurinn er sendur heim. En þó ber það að sjálfsögðu við, að slíkt er ekki hægt við að hafa, og eru ýmis dæmi þess, t.d. um berklasjúklinga, t.d. um krabbameinssjúklinga, t.d. um fólk sem hefur misst hönd eða fót og þarf að þjálfa upp gervilimi eða eitthvað slíkt, að þessir sjúklingar, ásamt ýmsum efnaskiptasjúklingum, þurfi að koma reglulega einu sinni á ári til rannsóknar, eftirmeðferðar, athugunar eða þjálfunar. Ef þetta fólk er búsett utan Stór-Reykjavíkursvæðisins fylgir þessu gríðarlega mikill kostnaður, og niðurstaðan verður oftast sú, að þetta fólk er neytt til þess, kannske á miðjum aldri, að rífa sig upp frá vinum sínum og kunningjum, atvinnu sem það kann við og unir við, umhverfi sem það hefur alist upp við, og taka sér bólfestu hér í Stór-Reykjavík og getur þar hvorki fundið atvinnu, húsnæði né aðstæður við sitt hæfi. Þetta er ekki til góðs. hvorki fyrir einstaklinginn. samfélagið í heild. Reykjavíkurborg né heldur sveitarfélögin sem þetta fólk flytur frá.

Ég tel að íslenska ríkið eigi að reyna að koma til móts við þetta fólk með því að auðvelda því með einhverju móti að vera kyrrt í sínu heima. jafnvel þó að það þurfi á þessari sérstöku sérfræðiþjónustu að halda. Ég tel sem sé rétt, að sjúkratryggingarnar taki þátt í slíkum kostnaði sem hér um ræðir. Ég tel ekki rétt, að sjúkratryggingarnar greiði hann að fullu, heldur að sjúkratryggingarnar greiði helming af slíkum kostnaði fyrir eina ferð á ári, en 3/4 hluta kostnaðar fyrir hverja ferð umfram eina, eins og tekið er fram í frv. Þannig koma sjúkratryggingarnar til móts við þá sjúklinga sem hér um ræðir. Eins og ég tók fram áðan er það ekki mjög stór hópur, og því má ætla að þó að þetta frv. yrði samþ., þá mundi það ekki hafa í för með sér mikil aukaútgjöld fyrir almannatryggingakerfið.

Virðulegi forseti. Ég læt þetta nægja, a.m.k. að sinni, um frv. það sem hér er flutt, en legg til að frv, verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. heilbr: og trn.