16.12.1977
Efri deild: 30. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1363 í B-deild Alþingistíðinda. (973)

120. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Félmn. hefur fjallað um frv, til l. um breyt. á l. un: tekjustofna sveitarfélaga. Á fundi n. komu þeir Hallgrímur Dalberg ráðuneytisstjóri og Magnús E. Guðjónsson framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga til viðræðna um efni frv.

Hinn 31, des. 1976 tók gildi nýtt fasteignamat, en með bráðabirgðaákvæði í lögum um breyt. á lögum nr. 8/1972, um tekjustofna sveitarfélaga, var kveðið á um að við álagningu fasteignagjalda á árinu 1977 skyldi miða við eldra matið að viðbættu 236% álagi.

Samkv. lögum um skráningu og mat fasteigna skal framreikna matið í des. ár hvert, og við framreikning nú í des. mun það hækka um 33% frá síðasta ári, og skulu fasteignaskattar næsta árs miðast við það framreiknaða mat. En eftir þá hækkun er ljóst að lágmarksfasteignaskattar munu í nokkrum sveitarfélögum hækka á næsta ári frá því sem var á þessu ári töluvert umfram almennar hækkanir sem orðið hafa og verða væntanlega á þessu tímabili. Sérstaklega mun það verða í dreifbýlishreppum þar sem fasteignaskattar hafa ekki verið innheimtir með álagi á þessu ári.

Til þess að lagfæra þetta veitir þetta frv. sveitarstjórnum heimild til þess að lækka eða hækka fasteignaskatta um 25% í stað þess að í núgildandi lögum er aðeins heimild til hækkunar og um 50%. Ef þessi 25% heimild til lækkunar verður notuð munu fasteiguaskattar verða í samræmi við það sem þeir voru áður en 60% heimildarhækkunin var notuð, Svigrúm, sem sveitarfélögunum er veitt með þessu nýja ákvæði. er því svipað og það var samkv. eldir ákvæðunum.

Félmn. leggur því til að þetta frv. verði samþykkt.