Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 377, 111. löggjafarþing 158. mál: ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988 (gjald af erlendum lánum).
Lög nr. 101 29. desember 1988.

Lög um breyting á lögum nr. 10/1988, um ráðstafanir í ríkisfjármálum og lánsfjármálum á árinu 1988.


1. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 19. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 2. tölul. 3. mgr. orðist svo:
  2.      Sama á við um lán sem tekin eru erlendis vegna kaupa eða reksturs á kaupskipum og flugvélum sem notaðar eru í atvinnuskyni.
  3. Orðin „eða lengingu á lánstíma“ í 3. tölul. 3. mgr. falli niður.
  4. Við 3. mgr. bætist nýr tölul., 4. tölul., svohljóðandi:
  5.      Lán sem tekin eru vegna sérstakra aðgerða stjórnvalda í þágu útflutningsgreina. Sama á við um stofnlán til fyrirtækja sem hyggjast stunda endurvinnslu úrgangsefna til útflutnings eða sinna öðrum verkefnum á sviði umhverfisverndar.


2. gr.

     Í stað orðanna „31. desember 1988“ í 4. mgr. 22. gr. laganna komi: 31. desember 1989.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 1988.