Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1110, 111. löggjafarþing 407. mál: lagmetisiðnaður (hlutafjárframlög).
Lög nr. 43 19. maí 1989.

Lög um breyting á lögum nr. 58 4. júní 1981, um lagmetisiðnað og Þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins, með áorðnum breytingum.


1. gr.

     Á eftir 1. mgr. 10. gr. laganna komi ný málsgrein svohljóðandi:
     Heimilt er stjórn sjóðsins að leggja fram úr Þróunarsjóði lagmetisiðnaðarins hlutafé vegna stofnunar nýrra framleiðslu- eða markaðsfyrirtækja á sviði lagmetis eða taka þátt í hlutafjáraukningu í starfandi fyrirtækjum í lagmetisiðnaði í því skyni að auka vöruþróun, framleiðni eða markaðsstarfsemi þeirra.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 1989.