Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1147, 111. löggjafarþing 409. mál: verkfræðingar (landslagshönnuðir).
Lög nr. 44 19. maí 1989.

Lög um breyting á lögum nr. 62 5. september 1986, um rétt manna til að kalla sig verkfræðinga, húsameistara, húsgagna- og innanhússhönnuði, tæknifræðinga eða byggingafræðinga.


1. gr.

     Fyrirsögn laganna breytist þannig: Á milli orðanna „húsameistara“ og „húsgagna- og innanhússhönnuði“ komi orðið: landslagshönnuði.

2. gr.

     Á eftir 11. gr. laganna komi tvær nýjar greinar sem verði 12. og 13. gr. og greinatala laganna breytist því til samræmis. Greinarnar orðist svo:
  1. (12. gr.)
  2.      Rétt til að kalla sig landslagshönnuði (landskabs-arkitekt) hafa þeir einir hér á landi sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra.
  3. (13. gr.)
  4.      Engum má veita leyfi það sem um getur í 12. gr. nema hann hafi lokið fullnaðarprófi í landslagshönnun frá háskóla, sem ráðherra viðurkennir sem fullgildan í þeirri grein, að fenginni umsögn stéttarfélags landslagshönnuða hér á landi.
         Þeir einir, sem fullnægja skilyrðum þeim sem sett eru í 1. mgr. þessarar greinar, eiga rétt á að þeim sé veitt leyfi til að kalla sig landslagshönnuði.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. maí 1989.