Ferill 125. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 125 . mál.


Nd.

246. Lög



um breyting á lögum um sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum, nr. 29/1986.

(Afgreidd frá Nd. 6. des.)



1. gr.

    Við 2. gr. bætist ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:
    Ef vafi þykir vera um mikilsverð sönnunar- eða lagaatriði getur dómarinn að fengnu samþykki dómsmálaráðuneytisins kvatt til setu í dómi með sér tvo dómendur. Sá sem kvaddur er til setu í dómi skal vera embættisdómari.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og taka eftir því sem við getur átt til mála sem ákært hefur verið í og þingfest hafa verið fyrir gildistöku þeirra.