Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 277, 112. löggjafarþing 127. mál: greiðslujöfnun fasteignaveðlána (launavísitala).
Lög nr. 108 15. desember 1989.

Lög um breyting á lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, nr. 63 26. júní 1985.


1. gr.

     6. gr. laganna orðist svo:
     Með launavísitölu, sem beitt er við framreikning greiðslumarks, sbr. 5. gr., er átt við þá vísitölu sem Hagstofa Íslands reiknar og birtir samkvæmt lögum nr. 89/1989. Launavísitala sú, sem Hagstofan birtir í mánuði hverjum, skal gilda við útreikning greiðslumarks lána frá og með fyrsta degi næsta mánaðar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Launavísitala samkvæmt lögum þessum skal tengd eldri launavísitölu til greiðslujöfnunar fyrsta dag næsta mánaðar eftir gildistöku laga þessara. Hagstofa Íslands skal ákveða og birta opinberlega hvernig þessar vísitölur skulu tengdar.

Samþykkt á Alþingi 11. desember 1989.