Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 447, 112. löggjafarþing 237. mál: frádráttur vegna fjárfestingar í atvinnurekstri (hámarksfjárhæðir).
Lög nr. 118 28. desember 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 9/1984, um frádrátt af skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, með síðari breytingum.


1. gr.

     Hámarksfjárhæð í 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna, sbr. lög nr. 88/1986, breytist þannig að í stað „45.900 kr.“ komi: 115.000 kr., og í stað „91.800 kr.“ komi: 230.000 kr.

2. gr.

     Við 10. gr. laganna bætist: Fjárhæð umfram frádráttarmörk, sem lögð er í hlutafjáraukningu í hlutafélagi eða lögð til hlutafjárkaupa við stofnun hlutafélags, er heimilt að flytja milli ára og nýta á næstu fimm árum. Ónýtt frádráttarheimild tekur hækkun með sama hætti og fjárhæðir 2. gr.

3. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. Lágmarkfjárhæðin í fyrri mgr. breytist þannig að í stað „5.000.000 kr.“ komi: „12.000.000 kr.“
  2. Lágmarksfjöldi hluthafa í fyrri mgr. breytist þannig að í stað „50“ komi: 25.


4. gr.

     Við 26. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Einnig getur ríkisskattstjóri heimilað frádrátt frá tekjum samkvæmt lögum þessum þótt skilyrðum 11. gr. um lágmark hlutafjár og lágmarksfjölda hluthafa hafi ekki verið fullnægt í árslok þegar um er að ræða starfandi hlutafélag sem er að auka hlutafé sitt eða hluthafafjölda. Til að ríkisskattstjóri veiti slíku hlutafélagi staðfestingu þarf að liggja fyrir yfirlýsing frá stjórn hlutafélagsins og gögn er geri það líklegt að skilyrðum verði fullnægt innan árs frá því ákvörðun var tekin um hlutafjáraukningu eða fjölgun hluthafa.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu skatta fyrir tekjuárið 1989.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1989.