Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 489, 112. löggjafarþing 229. mál: tekjustofnar sveitarfélaga (fasteignagjöld og aðstöðugjald).
Lög nr. 124 28. desember 1989.

Lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 91/1989.


1. gr.

     Í stað orðsins „matsverðs“ í 1. mgr. 4. gr. laganna komi: álagningarstofns.

2. gr.

     3. mgr. 4. gr. laganna orðist svo:
     Verði ágreiningur um gjaldstofn skv. 3. gr. skal vísa honum til úrskurðar Fasteignamats ríkisins. Þeim úrskurði má skjóta til yfirfasteignamatsnefndar ríkisins. Verði ágreiningur um gjaldskyldu sker yfirfasteignamatsnefnd úr. Úrskurðum nefndarinnar má skjóta til dómstóla.

3. gr.

     Í stað orðanna „2. mgr. 65. gr.“ í 2. mgr. 25. gr. laganna komi: 2. og 3. mgr. 65. gr.

4. gr.

     1. mgr. 34. gr. laganna orðist svo:
     Sveitarstjórnum er heimilt að innheimta aðstöðugjald í sveitarsjóð hjá þeim aðilum, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í sveitarfélaginu, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum þessum.

5. gr.

     A-liður 2. mgr. 34. gr. laganna orðist svo:
     Þeir sem um ræðir í 1.–4. tölul. og 6. tölul. 4. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.

6. gr.

     Í stað „1. tölul. 1. mgr. 31. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 35. gr. laganna komi: 1. tölul. 31. gr., og í stað „1. tölul. 2. mgr. 31. gr.“ í 2. mgr. sömu greinar komi: 2. mgr. 1. tölul. 31. gr.

7. gr.

     Upphaf fyrri málsgreinar 38. gr. laganna orðist svo:
     Heimilt er að innheimta aðstöðugjald hjá aðila sem stundar atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í öðru sveitarfélagi en þar sem hann á lögheimili eða hefur aðalatvinnurekstur sinn ef.

8. gr.

     Í stað orðanna „Við gildistöku laga þessara“ í 2. mgr. 45. gr. laganna komi: Þegar lög þessi koma til framkvæmda.

9. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1990.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Ákvæði 2. mgr. 25. gr. laganna um útsvar af tekjum barna skulu gilda við útsvarsálagningu á árinu 1990 vegna tekna þeirra á árinu 1989.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 1989.