Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 818, 112. löggjafarþing 222. mál: bifreiðagjald (upphæð gjalds).
Lög nr. 11 29. mars 1990.

Lög um breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald.


1. gr.

     2. gr. laganna orðist svo:
     Bifreiðagjald skal vera 3,91 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar. Sé bifreið þyngri en 1000 kg skal að auki greiða 1,96 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar sem er umfram 1000 kg. Þó skal aldrei greiða lægra gjald en 2000 kr. né hærra gjald 11.500 kr. af hverri bifreið á hverju gjaldtímabili, sbr. 1. mgr. 3. gr.

2. gr.

     Lokamálsliður 5. gr. laganna orðist svo:
     Grunngjöld bifreiðagjalds og lágmarksgjalds eru miðuð við vísitölu 1. júní 1990.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1990. Þó skal ákvæði til bráðabirgða I öðlast þegar gildi og innheimta bifreiðagjalds samkvæmt því koma til framkvæmda fyrir gjaldtímabilið 1. janúar 1990 til 30. júní 1990.

Ákvæði til bráðabirgða I.
     Bifreiðagjald fyrir gjaldtímabilið 1. janúar 1990 til 30. júní 1990 skal vera 3,40 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar. Sé bifreið þyngri en 1000 kg skal að auki greiða 1,70 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar sem er umfram 1000 kg. Þó skal aldrei greiða lægra gjald en 1.700 kr. né hærra gjald en 10.000 kr. af hverri bifreið á hverju gjaldtímabili, sbr. 1. mgr. 3. gr.

Ákvæði til bráðabirgða II.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 3. gr. skal gjalddagi og eindagi fyrir gjaldtímabilið 1. júlí 1990 til 31. desember 1990 vera 1. október 1990.

Samþykkt á Alþingi 27. mars 1990.