Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 852, 112. löggjafarþing 104. mál: lyfjadreifing (heildsala til heilsugæslustöðva).
Lög nr. 29 11. apríl 1990.

Lög um breytingu á lögum nr. 76/1982, um lyfjadreifingu, með síðari breytingum.


1. gr.

     Fyrri málsliður síðustu málsgreinar 36. gr. laganna, sbr. lög nr. 22/1989, orðist svo: Lyfjaheildsölum er óheimilt að selja lyf öðrum en þeim sem leyfi hafa til smásölu lyfja, svo og til notkunar á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og læknastöðvum, sem fengið hafa viðurkenningu ráðuneytisins í samræmi við 26. gr. laga nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, og þeim tilraunastofnunum sem leyfi hafa til tilrauna með lyf.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. apríl 1990.