Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1258, 112. löggjafarþing 163. mál: heilbrigðisþjónusta (heildarendurskoðun).
Lög nr. 75 17. maí 1990.

Lög um breytingu á lögum nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum.


1. gr.

     2. mgr. 3. gr. laganna orðist svo:

        3.2.    Landlæknir skipuleggur skýrslugerð heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisstofnana og innheimtir þær. Ráðuneytið og landlæknir annast útgáfu heilbrigðisskýrslna.


2. gr.

     Við 5. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðist svo:
     Landlæknir og nefndin gera ráðherra árlega grein fyrir þeim kvörtunum sem borist hafa og afdrifum mála.

3. gr.

     2. og 3. mgr. 6. gr. laganna orðist svo:

        6.2.    Ráðherra skipar héraðslækni í Reykjavík, í Norðurlandshéraði eystra og Reykjaneshéraði til fjögurra ára í senn. Ráðherra er heimilt að skipa héraðslækna til fjögurra ára í senn í öðrum héruðum sé það talið nauðsynlegt vegna umfangs héraðslæknisstarfsins. Skulu héraðslæknar samkvæmt áðurgreindu vera sérmenntaðir embættislæknar eða hafa jafngilda menntun til starfsins. Þar sem ekki eru skipaðir sérstakir héraðslæknar skipar ráðherra einn af starfandi heilsugæslulæknum héraðsins sem héraðslækni til fjögurra ára í senn.

        6.3.    Ráðherra skipar héraðshjúkrunarfræðing í Reykjavík, í Norðurlandshéraði eystra og Reykjaneshéraði til fjögurra ára í senn. Ráðherra er heimilt að skipa héraðshjúkrunarfræðinga til fjögurra ára í senn í öðrum héruðum sé það talið nauðsynlegt vegna umfangs starfsins. Þar sem ekki eru skipaðir sérstakir héraðshjúkrunarfræðingar er ráðherra heimilt að skipa einn af starfandi heilsugæsluhjúkrunarfræðingum héraðsins sem héraðshjúkrunarfræðing til fjögurra ára í senn.


4. gr.

     2. og 3. mgr. 7. gr. laganna orðist svo:

        7.2.    Heilbrigðismálaráð skal skipað héraðslækni, héraðshjúkrunarfræðingi og einum fulltrúa tilnefndum af stjórn hverrar heilsugæslustöðvar og sjúkrahúss í héraðinu. Ráðherra skipar formann til fjögurra ára í senn.

        7.3.    Verkefni heilbrigðismálaráðs eru:
    1. Eftirlit með heilbrigðismálum í héraði í umboði heilbrigðisráðuneytis og landlæknis.
    2. Gerð tillagna og áætlana um framgang og forgang verkefna á sviði heilbrigðismála í héraði.
    3. Skipulagning á starfi heilbrigðisstofnana í héraði eftir því sem heilbrigðisráðuneytið ákveður.


5. gr.

     3. og 4. mgr. 8. gr. laganna orðist svo:

        8.3.    Ráðherra setur héraðslæknum erindisbréf að fengnum tillögum landlæknis og skal héraðslæknum í Reykjavík, Norðurlandi eystra og Reykjanesi sett sérstakt erindisbréf.

        8.4.    Héraðshjúkrunarfræðingur starfar með héraðslækni og skal vera ráðgefandi um og fylgjast með hjúkrun í héraðinu, aðstoða við skipulagningu og samræmingu hjúkrunarstarfs í héraðinu og við ráðningar hjúkrunarfræðinga og annars hjúkrunarfólks á heilsugæslustöðvum. Ráðherra setur héraðshjúkrunarfræðingum erindisbréf að fengnum tillögum hjúkrunarráðs skv. 31. gr. og landlæknis.


6. gr.

     9. gr. laganna orðist svo:

        9.1.    Launa- og ferðakostnaður vegna starfa manna í heilbrigðismálaráðum greiðist af viðkomandi heilbrigðisstofnun. Annar kostnaður vegna starfa heilbrigðismálaráða greiðist úr ríkissjóði.

        9.2.    Kostnaður vegna starfa héraðslæknis og héraðshjúkrunarfræðings, þar með talinn kostnaður vegna starfsliðs og aðstöðu, greiðist úr ríkissjóði.


7. gr.

     10. gr. laganna falli niður.

8. gr.

     1. mgr. 12. gr. laganna orðist svo:

        12.1.    Starfrækja skal heilsugæslustöðvar til þess að annast heilsugæslu samkvæmt lögum þessum.


9. gr.

     1. mgr. 13. gr. laganna orðist svo:

        13.1.    Heilsugæslustöðvar skulu vera með þrennu móti:
    Heilsugæslustöð 2 (H2) þar sem starfa tveir læknar hið minnsta ásamt hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki samkvæmt reglugerð. Heilsugæslustöð 1 (H1) þar sem starfar einn læknir hið minnsta ásamt hjúkrunarfræðingi og öðru starfsfólki samkvæmt reglugerð. Heilsugæslustöð H þar sem starfar hjúkrunarfræðingur og annað starfslið samkvæmt reglugerð og læknir hefur reglulega móttöku sjúklinga. Heimilt er að ráða lækni til starfa við H2- og H1-stöðvar hluta úr ári þar sem sérstakar ástæður mæla með. Einnig er heimilt að ákveða að læknir hafi aðsetur á H-stöð, varanlega eða um tiltekinn tíma, mæli sérstakar ástæður með. Heilsugæslustöð H skal stjórnunarlega heyra undir næstu H1- eða H2-stöð.


10. gr.

     2. mgr. 14. gr. laganna orðist svo:

        14.2.    Í Reykjavík skulu starfrækt fjögur heilsugæsluumdæmi sem hér segir:
    1. Vesturbæjarumdæmi þar sem starfa þrjár heilsugæslustöðvar sem hér segir:

      1.     1.1.    Garðastræti H2, starfssvæði: Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að austan og Hringbraut til sjávar að sunnan.

            1.2.    Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg H2, starfssvæði: Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að vestan, flugvöllur að sunnan og Snorrabraut að austan.

            1.3.    Drápuhlíð H2, starfssvæði: Hlíðahverfi, Norðurmýrar- og Túnahverfi sem markast af Snorrabraut og flugvallarsvæði að vestan og Kringlumýrarbraut að austan.
    2. Miðbæjarumdæmi þar sem starfa þrjár heilsugæslustöðvar sem hér segir:

      1.     2.1.    Laugarnes H2, starfssvæði: Kringlumýrarbraut að vestan, Miklabraut austan Kringlumýrarbrautar að sunnan, Grensásvegur, Holtavegur, Sunnuvegur, Laugarásvegur og Dalbraut að austan.

            2.2.    Borgarspítalinn H2, starfssvæði: Kringlumýrarbraut að vestan, Miklabraut austan Kringlumýrarbrautar að norðan, Breiðholtsbraut að austan og Kópavogur að sunnan.

            2.3.    Voga- og Heimahverfi H2, starfssvæði: Grensásvegur, Holtavegur, Sunnuvegur, Laugarásvegur og Dalbraut að vestan, Elliðaár að austan og Miklabraut að sunnan.
    3. Austurbæjarumdæmi syðra þar sem starfa tvær heilsugæslustöðvar sem hér segir:

      1.     3.1.    Breiðholt I og II H2, starfssvæði: Elliðaár að norðan, Reykjanesbraut að vestan, landamerki við Kópavog að sunnan og Arnarbakki að austan.

            3.2.    Breiðholt III H2, starfssvæði: Elliðaár að norðan og austan, Arnarbakki og Höfðabakki að vestan og Breiðholtsbraut að sunnan.
    4. Austurbæjarumdæmi nyrðra þar sem starfa tvær heilsugæslustöðvar sem hér segir:

      1.     4.1.    Árbær og Seláshverfi H2, starfssvæði: Grafarvogur að norðan, Elliðaár að vestan og sunnan og Lækjarbotnar að austan.

            4.2.    Grafarvogshverfi H2, starfssvæði: Grafarvogur að sunnan, landamerki Reykjavíkur og Mosfellsbæjar að austan.
Starfssvæði heilsugæslustöðvar á Seltjarnarnesi nær frá Hringbraut að norðan að flugvelli að austan. Þrátt fyrir skiptingu Reykjavíkur í heilsugæsluumdæmi geta íbúar borgarinnar og Seltjarnarness jafnan valið sér heilsugæslulækni eða heimilislækni utan heilsugæslustöðva og leitað læknishjálpar sem þeir eiga auðveldast með að ná til hverju sinni.

11. gr.

     4. liður 2. tölul. 7. mgr. 14. gr. laganna orðist svo:
  1. Fáskrúðsfjörður H2, starfssvæði: Fáskrúðsfjarðarhreppur að undantekinni suðurbyggð Reyðarfjarðar, Búðahreppur og Stöðvarhreppur.


12. gr.

     6. liður 3. tölul. 8. mgr. 14. gr. laganna orðist svo:
  1. Hveragerði H1, starfssvæði: Ölfushreppur austan Hjalla og Hveragerðiskaupstaður.


13. gr.

     2. liður 1. tölul. 9. mgr. 14. gr. laganna orðist svo:
  1. Grindavík H2, starfssvæði: Grindavíkurkaupsstaður.


14. gr.

     1. liður 5. tölul. 9. mgr. 14. gr. laganna orðist svo:
  1. Seltjarnarnes H2, starfssvæði: Seltjarnarneskaupstaður og það svæði innan Reykjavíkurlæknishéraðs er markast af Hringbraut að norðan og flugvelli að austan.


15. gr.

     1. mgr. 17. gr. orðist svo:

        17.1.    Ráða skal sjúkraþjálfara til starfa við heilsugæslustöðvar H2. Í Reykjavík skal vera a.m.k. einn sjúkraþjálfari í hverju heilsugæsluumdæmi.


16. gr.

     Við 1. mgr. 18. gr. laganna bætast fjórir nýir málsliðir er orðist svo: Hvorugur aðili á kröfur á hinn um leigu vegna eignar eða eignarhluta. Meiri háttar viðhald og tækjakaup skulu teljast til stofnkostnaðar. Almennur viðhaldskostnaður fasteigna og tækja greiðist sem rekstrarkostnaður. Heilbrigðisráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um hvað telst til meiri háttar viðhalds.

17. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 20. gr. laganna:
  1. Síðari málsliður 1. mgr. falli brott.
  2. 2. mgr. greinarinnar orðist svo:

    1.     20.2.    Ráðherra setur gjaldskrá fyrir veitta þjónustu heilsugæslustöðva og skal hún vera í samræmi við hliðstæðar gjaldskrár samkvæmt lögum um almannatryggingar.


18. gr.

     Í stað 2. mgr. 21. gr. laganna komi tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:

        21.2.    Þegar heilsugæslustöð er í starfstengslum við sjúkrahús fer stjórn þess, sbr. 30. gr., með málefni allrar stofnunarinnar. Læknaráð og starfsmannaráð skulu vera sameiginleg fyrir alla stofnunina. Séu fleiri en ein stöð í sama sveitarfélagi skulu þær vera undir einni sameiginlegri stjórn.

        21.3.    Stjórnir heilsugæsluumdæma í Reykjavík skulu skipaðar fimm mönnum. Einn stjórnarmanna skal skipaður af ráðherra og skal hann vera formaður; hann skal vera búsettur í umdæminu. Þrír skulu skipaðir samkvæamt tilnefningu borgarstjórnar og einn samkvæmt tilnefningu starfsmanna heilsugæslustöðvanna í umdæminu. Ráðherra setur reglur um kjör fulltrúa starfsmanna. Í Reykjavík ráða stjórnir heilsugæslustöðva framkvæmdastjóra þeirra og hafa þeir sömu skyldur og framkvæmdastjórar sjúkrahúsa skv. 29. gr. Fer um mat á hæfni þeirra skv. 30. gr. Ráðherra setur reglugerð í samráði við héraðslækni um fyrirkomulag á samvinnu heilsugæslustöðva innan Reykjavíkurhéraðs. Þar skal m.a. kveðið á um ráðningu framkvæmdastjóra.


19. gr.

     22. gr. laganna orðist svo:

        22.1.    Stjórnir heilsugæslustöðva ráða starfslið stöðvanna og fer um laun þeirra samkvæmt kjarasamningum við opinbera starfsmenn.


20. gr.

     23. gr. laganna orðist svo:

        23.1.    Sjúkrahús eru í lögum þessum hver sú stofnun sem ætluð er sjúku fólki til vistunar og þar sem læknishjálp, hjúkrun og allur aðbúnaður er í samræmi við það sem þessi lög og reglugerðir þar að lútandi krefjast.


21. gr.

     1. mgr. 24. gr. laganna orðist svo:

        24.1.    Sjúkrahús skiptast í eftirfarandi flokka eftir tegund og þjónustu:
    1. Svæðissjúkrahús. Sjúkrahús sem eitt sér eða í samvinnu við önnur veitir sérfræðiþjónustu í öllum eða flestum greinum læknisfræðinnar sem viðurkenndar eru hérlendis og hefur aðgang að stoðdeildum og rannsóknadeildum til þess að annast þetta hlutverk.
    2. Deildasjúkrahús. Sjúkrahús sem veitir sérhæfða meðferð í helstu greinum lyflæknisfræði og skurðlæknisfræði og nýtur þjónustu stoðdeilda til þess að rækja það starf, svo sem röntgendeilda, svæfingadeilda, rannsóknadeilda og endurhæfingardeilda.
    3. Almenn sjúkrahús. Sjúkrahúsið tekur við sjúklingum til rannsókna og meðferðar og hefur einnig aðstöðu til vistunar langlegusjúklinga. Sjúkrahús sem hefur á að skipa sérfræðingum í handlæknisfræði, lyflæknisfræði eða heimilislækningum.
    4. Hjúkrunarheimili. Vistheimili fyrir aldraða og sjúklinga sem búið er að sjúkdómsgreina en þarfnast vistunar og meðferðar sem hægt er að veita utan almennra og sérhæfðra sjúkrahúsa.
    5. Endurhæfingarstofnanir. Stofnanir fyrir sjúklinga sem búið er að sjúkdómsgreina en þarfnast endurhæfingar í lengri eða skemmri tíma.
    6. Sjúkrasambýli. Stofnanir sem taka til vistunar sjúklinga með langvarandi sjúkdóma.
    7. Vinnu- og dvalarheimili. Stofnanir sem taka til dvalar og starfs geðsjúklinga og áfengis- og fíkniefnasjúklinga.
    8. Sjúkraheimili. Dvalarstaður sjúklinga sem eru til rannsóknar eða meðferðar á heilbrigðisstofnun og geta eigi dvalist í heimahúsum.


22. gr.

     Síðari málsliður 2. mgr. 24. gr. laganna falli niður.

23. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 30. gr. laganna:
  1. 2. mgr. orðist svo:

    1.     30.2.    Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar skal skipuð fimm mönnum. Borgarstjórn Reykjavíkurborgar kýs þrjá fulltrúa í stjórnina og starfsmannaráð tvo.
  2. Á eftir 2. mgr. bætast tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:

    1.     30.3.    Sjúkrahúsum (öðrum en þeim sem um getur í 1., 2. og 4. mgr. þessarar greinar) skal stjórnað af fimm manna stjórnum sem ráðherra skipar. Starfsmannaráð sjúkrahúsa tilnefna einn mann, hlutaðeigandi sveitarstjórn eða stjórnir þrjá og ráðherra einn og skal hann vera búsettur á starfssvæði sjúkrahússins; er hann jafnframt formaður stjórnarinnar.

          30.4.    Einkasjúkrahúsum og sjálfseignarstofnunum skal stjórnað af fimm manna stjórnum þar sem í eiga sæti þrír kosnir af eigendum, einn fulltrúi kosinn af starfsmannaráði og einn tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Stjórnir einkasjúkrahúsa og sjálfseignarstofnana skipta sjálfar með sér verkum.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein er verði 8. mgr. og orðist svo:

    1.     30.8.    Stjórnir sjúkrahúsa ráða starfslið sjúkrahúsanna og fer um laun þeirra samkvæmt kjarasamningum við hlutaðeigandi stéttarfélög.


24. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 34. gr. laganna:
  1. 2. mgr. orðist svo:

    1.     34.4.    Sveitarfélögum er skylt að taka þátt í framkvæmdum í samræmi við ákvörðun Alþingis um fjárveitingar á hverjum tíma. Ráðherra getur gert samkomulag við aðra aðila en þá sem falinn er rekstur heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum þessum um framkvæmdir eða rekstur heilbrigðisstofnana innan ramma áætlana 33. gr.
  2. Við 3. mgr. bætast fjórir nýir málsliðir er orðist svo: Hvorugur aðili á kröfu á hinn um leigu fyrir eign eða eignarhluta. Meiri háttar viðhald og tækjakaup skal teljast til stofnkostnaðar. Almennur viðhaldskostnaður fasteigna og tækja greiðist sem rekstrarkostnaður. Heilbrigðisráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um hvað telst til meiri háttar viðhalds.
  3. Síðari málsliður 4. mgr. falli brott.


25. gr.

     39. gr. laganna orðist svo:

        39.1.    Ferðalög starfsfólks, sem um ræðir í lögum þessum, skulu vera því að kostnaðarlausu séu þau starfsins vegna í samræmi við reglur um greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins eins og þær eru á hverjum tíma.

        39.2.    Um bifreiðanotkun starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar gilda reglur um bifreiðamál ríkisins eins og þær eru á hverjum tíma, eftir því sem við getur átt.


26. gr.

     41. gr. laganna orðist svo:

        41.1.    Hlutverk læknishéraðasjóðs samkvæmt lögum nr. 82/1970 skal vera að bæta heilbrigðisþjónustu í strjálbýli með þeim ráðum sem tiltæk eru hverju sinni. Ráðherra veitir lán og styrki úr sjóðnum að fengnum tillögum landlæknis og héraðslækna.

        41.2.    Árlega skal leggja sjóðnum til fé á fjárlögum.


27. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Þegar lögin hafa hlotið staðfestingu skal fella þau inn í meginmál laga nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt.

Ákvæði til bráðabirgða.
  1. Heilsuverndarstarf í Reykjavík samkvæmt lögum nr. 44/1955, sbr. lög nr. 28/1957, skal haldast óbreytt frá því sem er við gildistöku laga þessara þar til heilsugæslustöðvar hafa verið skipulagðar til þess að annast það en þó ekki lengur en til ársloka 1991. Ráðherra skal skipa þriggja manna stjórn Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík. Formaður skal skipaður án tilnefningar, einn skal skipaður samkvæmt tillögu Reykjavíkurborgar og einn samkvæmt tillögu tryggingaráðs. Stjórnin skal í umboði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra annast rekstur Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og gera í samráði við héraðslækni og stjórnir heilsugæsluumdæmanna í Reykjavíkurhéraði tillögur um framtíðarhlutverk stöðvarinnar samkvæmt lögum þessum og í tengslum við heilsugæslustarf í Reykjavík. Skipulag þessa efnis skal koma til framkvæmdar frá 1. janúar 1992. Frá þeim tíma falla lög um heilsuverndarstarf, nr. 44/1955, sbr. lög nr. 28/1957, úr gildi.
  2. Stjórnir heilsugæslustöðva í Reykjavík, sbr. 21. gr., og stjórnir sjúkrahúsa, sbr. 30. gr., skulu kosnar eftir næstu reglulegar sveitarstjórnarkosningar en fram að þeim tíma skulu þær vera óbreyttar. Tilflutningur starfsmanna, annarra en starfsmanna Borgarspítala, einkasjúkrahúsa og sjálfseignarstofnana, fer fram þegar nýjar stjórnir hafa tekið við og skal lokið fyrir árslok 1990. Um réttindi þeirra starfsmanna fer samkvæmt lögum nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Samþykkt á Alþingi 4. maí 1990.