Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 410, 113. löggjafarþing 91. mál: tímabundin lækkun tolls af bensíni.
Lög nr. 107 27. desember 1990.

Lög um tímabundna lækkun tolls af bensíni.


1. gr.

     Fjármálaráðherra er heimilt að lækka toll á bensíni sem flokkast í tnr. 2710.0012 og 2710.0019 í viðauka I við tollalög nr. 55/1987, með áorðnum breytingum, úr 50% í allt að 30%.
     Jafnframt er fjármálaráðherra heimilt að ákveða að lækkun tolls skuli gilda vegna innflutnings frá 6. október 1990 og vegna birgða sem til voru í landinu á þeim tíma.

2. gr.

     Lög þessi taka gildi þegar í stað og skulu gilda til 28. febrúar 1991.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1990.