Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 497, 113. löggjafarþing 234. mál: staðgreiðsla opinberra gjalda (tryggingagjald).
Lög nr. 111 27. desember 1990.

Lög um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir orðinu „tekjuári“ í 1. gr. laganna komi: og tryggingagjalds launagreiðenda á því ári nema annað sé tekið fram.

2. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist nýr stafliður er orðist svo:
  1. Tryggingagjalds samkvæmt ákvæðum laga um tryggingagjald.


3. gr.

     2. mgr. 9. gr. laganna orðist svo:
     Að tekjuári loknu skal fara fram ákvörðun og álagning tekjuskatts samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt, útsvars samkvæmt ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga og tryggingagjalds samkvæmt ákvæðum laga um tryggingagjald.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 1991 vegna launa sem greidd verða á því ári og síðar.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1990.