Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 469, 113. löggjafarþing 194. mál: Háskóli Íslands (kennslumisseri).
Lög nr. 133 31. desember 1990.

Lög um breyting á lögum nr. 77/1979, um Háskóla Íslands.


1. gr.

     17. gr. laganna orðast svo:
     Háskólaárið telst frá 5. september til jafnlengdar næsta ár. Kennsluár Háskólans skiptist í tvö kennslumissiri, haustmissiri og vormissiri. Missiraskipting, leyfi og önnur kennsluhlé skulu ákveðin í reglugerð. Háskólaráði er heimilt að ákveða sérstaka missiraskiptingu fyrir einstakar deildir og námsbrautir.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1990.