Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 317, 115. löggjafarþing 209. mál: heilbrigðisþjónusta (heilsuverndarstarf í Reykjavík).
Lög nr. 86 23. desember 1991.

Lög um breytingu á lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu.


1. gr.

     1. tölul. ákvæða til bráðabirgða í lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, orðast svo: Heilsuverndarstarf í Reykjavík samkvæmt lögum nr. 44/1955 skal haldast óbreytt til ársloka 1992 en þá skulu heilsugæslustöðvar hafa verið skipulagðar til þess að annast það. Sérstök þriggja manna stjórn, skipuð af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, skal í umboði hans annast rekstur Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og vinna að endanlegri gerð áætlunar um framtíðarhlutverk stöðvarinnar. Í stjórninni skulu eiga sæti einn fulltrúi ráðherra, sem skal vera formaður, einn skipaður samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn samkvæmt tilnefningu tryggingaráðs. Áætlunin skal koma til framkvæmda frá og með 1. janúar 1993. Frá þeim tíma falla heilsuverndarlög, nr. 44/1955, sbr. lög nr. 28/1957, úr gildi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1991.