Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 547, 115. löggjafarþing 230. mál: þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga (skattskyld mörk eigna).
Lög nr. 10 18. mars 1992.

Lög um breyting á lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga.


1. gr.

     1. og 2. málsl. a-liðar 1. mgr. 3. gr. orðast svo:
     0,25% á þann eignarskattsstofn manna, sbr. 80.– 82. gr. laga nr. 75/1981, sem er umfram 4.930.000 kr. Skattskylt mark til sérstaks eignarskatts skal breytast samkvæmt skattvísitölu, sbr. 122. gr. greindra laga, í fyrsta sinn á gjaldárinu 1993 samkvæmt skattvísitölu gjaldársins 1993.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu sérstaks eignarskatts á árinu 1992 vegna eigna í lok ársins 1991.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 1992.