Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 590, 115. löggjafarþing 60. mál: umferðarlög (ökupróf o.fl.).
Lög nr. 12 24. mars 1992.

Lög um breyting á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987.


1. gr.

     Á eftir j-lið 1. mgr. 112. gr. komi nýr stafliður, svohljóðandi:
  1. að hafa með höndum umsjón með ökunámi, eftirlit með ökukennslu og að annast ökupróf.


2. gr.

     Í stað „Bifreiðaeftirlit ríkisins“ í 2. mgr. 113. gr. komi: Bifreiðaskoðun Íslands hf.
     Við sömu málsgrein bætist í stafrófsröð: Áhugahópur um bætta umferðarmenningu og Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga.

3. gr.

     Í stað 1.–4. mgr. 114. gr. komi þrjár málsgreinar, svohljóðandi:
     Dómsmálaráðherra skipar stjórn Umferðarráðs. Skal stjórnin skipuð formanni ráðsins og varaformanni og auk þess þremur ráðsmönnum sem ráðherra skipar til eins árs í senn, tvo þeirra samkvæmt tilnefningu Umferðarráðs. Þess skal gætt að einhver stjórnarmanna hafi þekkingu á sviði ökukennslu.
     Stjórnin hefur með höndum yfirstjórn á starfsemi Umferðarráðs, boðar fundi í ráðinu, undirbýr dagskrá funda þess og leggur fyrir það skýrslu um starfsemi ráðsins.
     Dómsmálaráðherra skipar framkvæmdastjóra Umferðarráðs að fengnum tillögum stjórnar þess. Skipunin má vera tímabundin.

4. gr.

     Í stað „framkvæmdanefndar“ í 1. mgr. 115. gr. komi: stjórnar.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. maí 1992.

Samþykkt á Alþingi 18. mars 1992.