Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 366, 116. löggjafarþing 263. mál: vaxtalög (hámark dráttarvaxta).
Lög nr. 90 27. nóvember 1992.

Lög um breytingu á vaxtalögum, nr. 25 27. mars 1987.


1. gr.

     1. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
     Dráttarvextir af peningakröfum í íslenskum gjaldmiðli skulu ákveðnir af Seðlabanka Íslands sem ársvextir með þeim hætti að hlutfallið milli dráttarvaxta, að viðbættri tölunni 100, og ávöxtunar nýrra almennra útlána skv. 2. mgr. þessarar greinar, að viðbættri tölunni 100, sé á bilinu 1,02 til 1,06.

2. gr.

     1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
     Dráttarvextir af löglegum peningakröfum í erlendum gjaldmiðli skulu ákveðnir af Seðlabanka Íslands sem ársvextir með þeim hætti að hlutfallið milli dráttarvaxta, að viðbættri tölunni 100, og meðalvaxta viðkomandi gjaldmiðils á innlendum gjaldeyrisreikningum í viðskiptabönkum og sparisjóðum, að viðbættri tölunni 100, sé á bilinu 1,02 til 1,06.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. nóvember 1992.