Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 572, 116. löggjafarþing 97. mál: málefni aldraðra (rekstrarframlög framkvæmdasjóðs).
Lög nr. 109 28. desember 1992.

Lög um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 82/1989, með síðari breytingu.


1. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 12. gr. laganna eins og henni var breytt með lögum nr. 12/1991:
  1. 3. tölul. 1. mgr. orðast svo: Að styðja sveitarfélög og heilsugæslustöðvar til að koma á fót og reka heimaþjónustu fyrir aldraða.
  2. Á eftir 3. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður er orðast svo: Að veita rekstrarfé á árunum 1993, 1994 og 1995 til stofnana fyrir aldraða í samræmi við ákvæði fjárlaga, þó aldrei meira en 55% af heildarúthlutun sjóðsins á árinu.
  3. 2. mgr. fellur niður.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1993.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 1992.