Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 819, 116. löggjafarþing 464. mál: innflutningur á björgunarbát.
Lög nr. 23 30. mars 1993.

Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að leyfa Slysavarnafélagi Íslands að flytja inn björgunarbát.


1. gr.

     Samgönguráðherra skal heimilt að leyfa Slysavarnafélagi Íslands að flytja inn björgunarbát þótt eldri sé en 12 ára, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 51/1987, um eftirlit með skipum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. mars 1993.