Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1043, 116. löggjafarþing 209. mál: geymslufé (almenn heimild).
Lög nr. 57 7. maí 1993.

Lög um breytingu á lögum nr. 9/1978, um geymslufé.


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Hver sá, sem inna á af hendi peningagreiðslu en fær ekki greitt kröfueiganda vegna aðstæðna eða atvika sem kröfueigandi ber ábyrgð á, getur fullnægt greiðsluskyldu sinni með því að greiða skuldina á geymslureikning í viðskiptabanka eða sparisjóði.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1993.

Samþykkt á Alþingi 28. apríl 1993.