Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1292, 116. löggjafarþing 553. mál: vegalög (ferjur og flóabátar).
Lög nr. 71 19. maí 1993.

Lög um breytingu á vegalögum, nr. 6/1977, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 40. gr. laganna kemur ný grein er orðast svo:
     Vegagerð ríkisins er heimilt að kaupa, eiga og hafa umsjón með ferjum og flóabátum sem reknir eru til samgöngubóta, svo og að eiga aðild að félögum sem hafa eignarhald á þeim.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 1993.