Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1225, 116. löggjafarþing 397. mál: framhaldsskólar (tilraunastarf í starfsnámi).
Lög nr. 81 18. maí 1993.

Lög um breyting á lögum nr. 57/1988, um framhaldsskóla, sbr. lög nr. 107/1988 og nr. 72/1989.


1. gr.

     Á eftir 39. gr. laganna kemur ný grein er orðast svo:
     Menntamálaráðherra er heimilt að efna til tilraunastarfs í starfsnámi í samráði við einstaka skóla og víkja þá frá ákvæðum þessara laga ef nauðsyn krefur. Slíkt tilraunastarf skal að jafnaði ekki skilgreint til lengri tíma en tveggja ára í senn og skal skipulagt í samvinnu við fulltrúa atvinnurekenda og launþega í viðkomandi starfsgrein.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. maí 1993.