Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 358, 117. löggjafarþing 279. mál: stjórn fiskveiða (síldveiðar umfram aflamark o.fl.).
Lög nr. 113 14. desember 1993.

Lög um breyting á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir orðinu „botnfisktegundar“ í 4. mgr. 10. gr. laganna koma orðin: og síldar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Frá gildistöku laga þessara og til loka yfirstandandi veiðitímabils síldar skulu síldveiðar við það miðaðar að allur aflinn fari til manneldisvinnslu. Ráðherra getur sett nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæði.

Samþykkt á Alþingi 10. desember 1993.