Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 930, 117. löggjafarþing 499. mál: héraðsskógar (skógrækt á eyðijörðum).
Lög nr. 32 20. apríl 1994.

Lög um breytingu á lögum nr. 32/1991, um Héraðsskóga.


1. gr.

     4. gr. laganna orðast svo:
     Ríkissjóður greiðir kostnað við Héraðsskóga sem hér segir: Undirbúnings- og rekstrarkostnað verkefnisins, laun stjórnar og fastra starfsmanna. Enn fremur 97% samþykkts kostnaðar við skógrækt á jörðum í ábúð, svo og á þeim eyðijörðum sem að mati Skógræktar ríkisins er nauðsynlegt frá skógræktarlegu sjónarmiði og frá hagsmunum skógræktar á aðlægum jörðum að fylgi þeim í ræktun. Á öðrum eyðijörðum greiðir ríkissjóður 75% kostnaðar. Landbúnaðarráðuneytið samþykkir skógræktarkostnað að fengnum tillögum Skógræktar ríkisins.

2. gr.

     Lög þessi öðlaðst þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. apríl 1994.