Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 967, 117. löggjafarþing 72. mál: lögheimili (dvalarheimili aldraðra).
Lög nr. 35 26. apríl 1994.

Lög um breyting á lögum nr. 21 5. maí 1990, um lögheimili.


1. gr.

     Á eftir 3. mgr. 4. gr. laganna kemur ný svohljóðandi málsgrein:
     Manni, sem flyst á dvalarheimili aldraðra, er heimilt í allt að 18 mánuði frá flutningi að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi sem hann hafði fasta búsetu í áður.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. apríl 1994.