Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1105, 117. löggjafarþing 608. mál: útflutningur hrossa.
Lög nr. 41 5. maí 1994.

Lög um breytingu á lögum nr. 64/1958, um útflutning hrossa, með síðari breytingum.


1. gr.

     3. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Á tímabilinu frá 1. nóvember til 1. maí er óheimilt að flytja hross til útlanda nema í sérstökum gripaflutningaskipum eða með flugvélum enda hafi þau áður verið fóðruð inni á heyfóðri og skulu nánari reglur settar um það í reglugerð.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. apríl 1994.