Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 858, 118. löggjafarþing 190. mál: söfnunarsjóður lífeyrisréttinda (fjárfesting í erlendum verðbréfum, víkjandi skuldabréfum o.fl.).
Lög nr. 21 6. mars 1995.

Lög um breyting á lögum nr. 95/1980, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist nýr töluliður sem orðast svo: Í traustum erlendum verðbréfum sem skráð eru á opinberum verðbréfamörkuðum í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hlutfall erlendra eigna fari þó eigi umfram 10% af hreinni eign til greiðslu lífeyris og skal stjórn sjóðsins gæta eðlilegrar áhættudreifingar í því sambandi.

2. gr.

     Á eftir 1. mgr. 19. gr. kemur ný málsgrein sem verður 2. mgr. og orðast svo:
     Nú nær lífeyrisgreiðsla ekki fjárhæð er svarar til a.m.k. eins stigs réttinda og fyrirsjáanlegt er að um sameiningu við önnur réttindi verður ekki að ræða og er þá stjórn sjóðsins heimilt að inna greiðsluna af hendi í einu lagi samkvæmt reglum í samræmi við tillögur tryggingafræðinga.

3. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Stjórn sjóðsins er heimilt að gera samning við Spöl hf. um kaup víkjandi skuldabréfa, útgefnum af Speli hf., í samræmi við viljayfirlýsingu lífeyrissjóðsins, dags. 13. desember 1993.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 1995.